132. löggjafarþing — 112. fundur,  28. apr. 2006.

Atvinnu- og búseturéttur launafólks innan EES og atvinnuréttindi útlendinga.

771. mál
[13:35]
Hlusta

Magnús Þór Hafsteinsson (Fl):

Virðulegi forseti. Enn á ný sjáum við sömu niðurstöðu og við sáum í atkvæðagreiðslunum áðan. (Gripið fram í.) Það var einungis í einni atkvæðagreiðslu og einn þingmaður þurfti að bregða sér frá en þar fyrir utan vorum við hér allir þrír og við sögðum allir nei.

Enn og aftur við 3. umr. segjum við að sjálfsögðu nei. Afstaða okkar hefur ekkert breyst á þessum örfáu mínútum sem eru liðnar frá því áðan og hún mun ekkert breytast þó að afstaða Sjálfstæðisflokksins virðist hins vegar vera ansi þokukennd. Ég verð að segja það. Það veldur mér miklum vonbrigðum að horfa á hvernig þessi tafla lítur út núna og ekki bara mér heldur launþegum þessa lands og það veit ég eftir að hafa rætt við þá fjölmarga á undanförnum dögum. En það var a.m.k. gott að við stóðum í lappirnar í Frjálslynda flokknum. Það er ekki í fyrsta sinn sem við gerum það.