132. löggjafarþing — 113. fundur,  2. maí 2006.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

794. mál
[16:40]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Því er til að svara að hér er um að ræða framlengingu á áður afgreiddu þingmáli frá hæstv. fjármálaráðherra. Einnig er hér um nýtt efnisatriði að ræða, og þá vísa ég til þess hvað varðar björgunarsveitirnar. Ég held að betur fari á því að flytja nýtt frumvarp til að afgreiða þetta mál, bæði vegna forsögunnar og eins vegna hins að ef gerð hefði verið breytingartillaga eins og varðandi björgunarsveitirnar þá hefði verið um nýtt efnisatriði að ræða og það hefði mátt, þó að ég ætli ekki endilega að kveða upp úr með það, mátt gagnrýna að slíkt efnisatriði hefði ekki hafa farið í gegnum þrjár umræður í þinginu. Ég hef jafnan gætt mín á því að koma ekki með óskyld efnisatriði í gegnum breytingartillögur á frumvörpum í nefnd og ég held að það hafi verið til umræðu hér einhvern tímann áður á svipuðum forsendum þegar ég var að flytja frumvarp og þá sem ráðherra í öðrum málaflokki.