132. löggjafarþing — 113. fundur,  2. maí 2006.

Olíugjald og kílómetragjald o.fl.

794. mál
[16:43]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég efast ekkert um góðan vilja hv. þingmanna Samfylkingarinnar í efnahags- og viðskiptanefnd til að taka á málum björgunarsveitanna. En varðandi það hvort þinglegt sé eða ekki að mál fari fram á ákveðinn hátt, ef einhver vafi er um að mál sé þinglegt þá er vafinn jafnmikill hvort sem efnisleg samstaða er um málið eða ekki. Þar af leiðandi er ekki rétt að taka neina áhættu í þeim efnum, jafnvel þó að menn sætu þegjandi í eitthvert skipti en næst þegar mál væri umdeilt mundu einhverjir standa upp og þá væri kannski verra að vera kominn með eitthvert fordæmi sem menn væru þá ekki sáttir við.