132. löggjafarþing — 113. fundur,  2. maí 2006.

Dagskrá fundarins.

[19:26]
Hlusta

Forseti (Þuríður Backman):

Forseti vill upplýsa í tilefni þeirrar umræðu sem nú hefur orðið um fundarstjórn forseta að fyrirhugað er að ganga eftir dagskrá, en eins er áætlað að gera matarhlé á milli kl. hálfátta og átta. Sérstök áhersla hefur þó verið lögð á það að ræða fjórða dagskrármálið, Almannatryggingar, og telur forseti að þannig gangi þá dagskráin áfram.