132. löggjafarþing — 113. fundur,  2. maí 2006.

Framhald þingfundar.

[20:03]
Hlusta

Forseti (Birgir Ármannsson):

Forseti vill geta þess að ætlunin er að taka næst fyrir 3. mál á dagskrá, Stofnun hlutafélags um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins. Einnig er ætlunin að ná hér umræðum um 4. dagskrármálið, Almannatryggingar, mál heilbrigðisráðherra. Forseta er ljóst að umræður geta dregist fram eftir en það verður að koma í ljós hver framvinda mála verður.