132. löggjafarþing — 113. fundur,  2. maí 2006.

Stofnun hlutafélags um Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins.

734. mál
[20:36]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Herra forseti. Hv. þingmaður hefur ekki hlustað mjög grannt á ræðu mína áðan þar sem ég lagði áherslu á að ekki væru fyrirhugaðar neinar grundvallarbreytingar á rekstri ÁTVR. Það á við um einkaleyfið. Þar af leiðandi eru ekki fyrirhugaðar neinar breytingar á því vegna þessa frumvarps sérstaklega. Þar af leiðandi stendur það auðvitað sem hann vitnaði í hvað varðar EES-samninginn og áfengissöluna, að þetta frumvarp sem slíkt breytir engu þar um.

Hvað varðar heilbrigðisþjónustuna þá er fjöldi fyrirtækja sem veita heilbrigðisþjónustu rekinn á hlutafélagaformi um allan heim og meira að segja hér á landi og hefur það bara reynst ágætlega vel. Ég held því það sé algjörlega ástæðulaust fyrir hv. þingmann að örvænta svona um þetta rekstrarfyrirkomulag. (Forseti hringir.) Reynslan hefur sýnt annað.