132. löggjafarþing — 113. fundur,  2. maí 2006.

Almannatryggingar.

792. mál
[21:15]
Hlusta

Þuríður Backman (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég tel að þá sé orðið ljóst að viðmiðunargjaldskrá Tryggingastofnunar ríkisins sé sama gjaldskrá og var í gildi þegar hjartasérfræðingar sögðu sig frá samningi.

Þá vil ég spyrja hæstv. ráðherra hvort það hafi ekki verið skoðað varðandi valfrjálst kerfi, til að styrkja þar af leiðandi enn frekar í sessi þá hugmynd sem hæstv. ráðherra er að mæla fyrir, að Tryggingastofnun ríkisins endurgreiddi eingöngu til þeirra sjúklinga sem fara til hjartasérfræðinga á samningi. Ekki allir voru búnir að segja upp þannig að spurning er hvort ekki eigi að skoðað það að festa núverandi kerfi í sessi enn frekar með þeirri leið.