132. löggjafarþing — 113. fundur,  2. maí 2006.

Almannatryggingar.

792. mál
[21:46]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Siv Friðleifsdóttir) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég skal ítreka spurningu mína því ég fékk ekki svar við henni. Ég tel algjörlega nauðsynlegt í umræðunni að skilja ræðu fulltrúa Samfylkingarinnar, ræðu hv. þm. Ágústs Ólafs Ágústssonar.

Var hv. þingmaður að segja í ræðu sinni áðan að við ættum að endurgreiða sjúklingum sem fara beint til hjartalækna sem ekki eru á samningi, að við ættum að endurgreiða þeim frá Tryggingastofnun ríkisins? Já eða nei. Var hv. þingmaður að segja þetta? Eigum við að endurgreiða öllum sem fara til hjartalækna sem eru ekki á samningi, hvort sem þeir eru með tilvísun eða ekki? Eigum við að endurgreiða þeim sem fara tilvísanalausir til hjartalækna beint? Eigum við að endurgreiða þeim frá Tryggingastofnun ríkisins? Já eða nei.