132. löggjafarþing — 114. fundur,  4. maí 2006.

Flugmálastjórn Keflavíkurflugvallar.

795. mál
[15:10]
Hlusta

Bjarni Benediktsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vil eingöngu leggja áherslu á að nú er ekki tíminn til að skera úr um það hvort ástæða sé til að grípa til sérstakra aðgerða af þessu tagi. Ég skil heldur ekki þau stjórnmál sem ganga út á það að mismuna starfsmönnum í stöðu af þessu tagi. Það er í raun og veru verið að leggja það til með því að nefna að til að mynda starfsmenn slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli séu svo einstaklega góðir starfsmenn í þágu þjóðarinnar umfram aðra. Það verður ekki skilið öðruvísi en að við þurfum þá að gera sérstaklega góðan starfslokasamning. Ég skil ekki þessa pólitík, ég skil ekki þessa umræðu og ég er að reyna að koma því að að hún er alls ekki tímabær og þess utan efnislega fáránleg.