132. löggjafarþing — 115. fundur,  4. maí 2006.

Svar við fyrirspurn.

[20:05]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Þetta svar hæstv. fjármálaráðherra við fyrirspurn hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur er afskaplega ánægjulegt. Það sýnir mér að laun hafa rúmlega tvöfaldast á þessum tíma. Er það vandamál? Eigum við kannski að stefna að því að lækka þau aftur til að skatturinn lækki? Ónei, mér þykir mjög ánægjulegt að launin skuli hafa hækkað svona mikið og fleiri séu farnir að borga skatt og meiri skatt. (Gripið fram í: Að raungildi?) Það sem stendur eftir er það sem skiptir máli. Ef við lítum t.d. á hjón með 300 þús. kr. núna og 147 þús. kr. fyrir tíu árum þá eru þau með 100 þús. kr. meira til ráðstöfunar í dag. Er það svo slæmt? Ónei, ég sé að þetta er bara gott svar.