132. löggjafarþing — 116. fundur,  4. maí 2006.

Þingfrestun.

[20:19]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Nú er lokið afgreiðslu þeirra mála sem samkomulag var um að færu til nefnda í dag eða yrðu að lögum. Jafnframt hefur þingið samþykkt tillögu um frestun þingfunda fram yfir sveitarstjórnarkosningar. Það verður því hlé á þingfundum um skeið.

Starfsáætlun Alþingis sem gerð var sl. haust miðaði við að þingstörfum lyki í dag, 4. maí. Í því fólst mat á því hvenær væri eðlilegt að þingmenn vikju af sviðinu fyrir þeim sem bjóða sig fram til sveitarstjórna í kosningunum 27. maí nk. Með þessu hléi er staðið við það.

Þótt tekist hafi verið á á þinginu fram að þessu um mörg mál hefur verið gott samkomulag hér síðustu daga og ég vona að svo verði áfram þegar við komu saman að nýju 30. maí.