132. löggjafarþing — 117. fundur,  30. maí 2006.

Afsal þingmennsku.

[13:34]
Hlusta

Forseti (Jónína Bjartmarz):

Borist hefur svohljóðandi bréf frá Gunnari Birgissyni, 3. þm. Suðvest., dagsett í dag:

„Með bréfi þessu afsala ég mér þingmennsku frá og með deginum í dag. Ég þakka þingmönnum og starfsmönnum Alþingis ánægjulegt samstarf og óska Alþingi farsældar í störfum.“

Samkvæmt þessu tekur 1. varaþingmaður Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi, Sigurrós Þorgrímsdóttir, fast sæti á Alþingi. Hún hefur þó setið allt þingið fram að þessum degi og er því öllum hnútum kunnug á Alþingi. Sigurrós Þorgrímsdóttir verður 11. þm. Suðvest. og samkvæmt venju breytist kosningatala annarra þingmanna sem ofar eru á listanum til samræmis við það.

Gunnari Birgissyni eru þökkuð störf hans á vettvangi Alþingis og forseti óskar honum í nafni okkar alþingismanna allra heilla í því ábyrgðarmikla starfi sem hann hefur nú með höndum.