132. löggjafarþing — 117. fundur,  30. maí 2006.

Ríkisútvarpið hf.

401. mál
[15:40]
Hlusta

Frsm. meiri hluta menntmn. (Sigurður Kári Kristjánsson) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held ég hafi hér gert ágæta grein fyrir sjónarmiðum mínum varðandi hvaða reglur eigi að gilda um hlutafélög almennt. Hins vegar tók ég og meiri hlutinn þá afstöðu að leggja það til að upplýsingalög verði látin gilda um Ríkisútvarpið.

Ég hefði haldið að hv. þingmaður mundi fagna þeirri breytingu en ég verð að segja að seinna andsvar hv. þingmanns leiðir hugann að því að sjaldan launi kálfurinn ofeldið. Mér finnst viðbrögð stjórnarandstöðunnar eða Vinstri grænna við meðferð þessa máls vera heldur dapurleg. Ég minnist þess að þegar ég spurði fulltrúa Vinstri grænna í nefndinni hvort það væri samkomulagsflötur í málinu (Forseti hringir.) ef við mundum fallast á allar tillögur Vinstri grænna um breytingar (Forseti hringir.) fyrir utan það (Forseti hringir.) að breyta Ríkisútvarpinu í hlutafélag þá taldi hann að svo væri ekki.