132. löggjafarþing — 118. fundur,  31. maí 2006.

íþróttastefna.

753. mál
[14:24]
Hlusta

Fyrirspyrjandi (Valdimar L. Friðriksson) (Sf):

Frú forseti. Ég þakka umræðuna og hæstv. ráðherra ágæt svör. Það er rétt athugasemd sem kom hér fram að á þeim árum sem sá er hér stendur hefur verið á þingi hafa framlög til íþróttamála hækkað töluvert og ég ætla að leyfa mér að þessu sinni að fagna því að hæstv. ráðherra íþróttamála er vöknuð. Mér hefur ekki fundist forverar núverandi íþróttamálaráðherra sinna þessu af miklu afli en ég viðurkenni fúslega að mér finnst það vera breytt og fagna því og fagna þessari áfangaskýrslu, sérstaklega því að minnihlutahópar skuli vera teknir inn í umræðuna og þá ekki einungis þeir sem ég nefndi sérstaklega hér heldur svo og fatlaðir. Þetta skiptir afskaplega miklu máli.