132. löggjafarþing — 119. fundur,  1. júní 2006.

samstarf til að styrkja rannsóknir á hvalastofninum í Norður-Atlantshafi.

542. mál
[11:39]
Hlusta

Frsm. utanrmn. (Magnús Stefánsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti frá utanríkismálanefnd um tillögu til þingsályktunar um samstarf til að styrkja rannsóknir á hvalastofnum í Norður-Atlantshafi.

Með tillögunni er lagt til að ríkisstjórninni verði falið að efna til samstarfs við landsstjórnir Færeyja og Grænlands til að styrkja rannsóknir á hvalastofnum í Norður-Atlantshafi. Með ályktun nr. 3/2005 sem samþykkt var á ársfundi Vestnorræna ráðsins 22.–24. ágúst 2005 voru ríkisstjórn Íslands og landsstjórnir Færeyja og Grænlands hvattar til að efna til samstarfs um að styrkja rannsóknir á hvalastofnum í Norður-Atlantshafi og að tryggja með talningu raunhæfar upplýsingar um stofnstærðir hvala í Norður-Atlantshafi hvort sem um er að ræða friðaðar eða kvótaveiddar tegundir.

Nefndin leggur til að tillagan verði samþykkt óbreytt. Að nefndarálitinu standa Halldór Blöndal, Össur Skarphéðinsson, Magnús Stefánsson, Drífa Hjartardóttir, Jón Gunnarsson og Ingibjörg Sólrún Gísladóttir.