132. löggjafarþing — 119. fundur,  1. júní 2006.

samningur milli Fríverslunarsamtaka Evrópu og Lýðveldisins Suður-Kóreu.

671. mál
[12:00]
Hlusta

Frsm. utanrmn. (Magnús Stefánsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég geri hér grein fyrir nefndaráliti frá utanríkismálanefnd um tillögu til þingsályktunar um fullgildingu samnings milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu og lýðveldisins Suður-Kóreu.

Í umfjöllun nefndarinnar var fenginn á fund hennar fulltrúi frá utanríkisráðuneyti til að fara yfir málið.

Með tillögunni er leitað heimildar Alþingis til að fullgilda samning milli ríkja Fríverslunarsamtaka Evrópu (EFTA) og lýðveldisins Suður-Kóreu sem undirritaður var í Hong Kong 15. desember 2006. Samningurinn kveður á um afnám tolla á iðnaðarvörum, sjávarafurðum og unnum landbúnaðarvörum. Þá inniheldur samningurinn ákvæði um þjónustuviðskipti, vernd hugverkaréttinda, samkeppnismál, opinber innkaup, samkeppnismál og úrlausn deilumála.

Nefndin leggur til að þessi tillaga verði samþykkt óbreytt. Undir þetta nefndarálit skrifa hv. þingmenn Halldór Blöndal, Össur Skarphéðinsson, Magnús Stefánsson, Drífa Hjartardóttir, Jón Gunnarsson og Bjarni Benediktsson.