132. löggjafarþing — 119. fundur,  1. júní 2006.

virðisaukaskattur.

624. mál
[13:45]
Hlusta

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Frú forseti. Ég mæli hér fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breytingu á lögum nr. 50/1988, um virðisaukaskatt, með síðari breytingum, frá hv. efnahags- og viðskiptanefnd.

Í nefndarálitinu sem er á þskj. 1199 eru taldir upp gestir og umsagnir sem nefndinni bárust og lýsing á frumvarpinu. Síðan segir:

Eins og fram kemur í athugasemdum við frumvarpið hefur núgildandi lágmarksveltuákvæði staðið óbreytt í lögunum frá 1. júlí 1997, þegar fjárhæðin var lögbundin og afnumin vísitölubundin hækkun sem gilti fyrir þann tíma. Telur nefndin tímabært að fjárhæðin verði hækkuð og fellst á þau sjónarmið sem fram koma í athugasemdunum að hún verði hækkuð í 500.000 kr. Þá telur nefndin aðrar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu til bóta.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Hv. þm. Jóhanna Sigurðardóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn Pétur H. Blöndal, Magnús Stefánsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Dagný Jónsdóttir, Birgir Ármannsson, Ásta Möller, Ögmundur Jónasson og Lúðvík Bergvinsson.