132. löggjafarþing — 119. fundur,  1. júní 2006.

tekjuskattur.

623. mál
[14:21]
Hlusta

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 90/2003, um tekjuskatt, með síðari breytingum, frá hv. efnahags- og viðskiptanefnd.

Nefndarálitið er á þskj. 1237 og þar er getið um gesti sem komu til nefndarinnar og umsagnir sem bárust nefndinni. Og enn fremur lýsing á frumvarpinu.

Nefndin telur nauðsynlegt að gera smávægilegar breytingar á 1. málsl. 4. mgr. 71. gr. laganna er lýtur að tilvísun í töluliði og leiðir af 2. gr. frumvarpsins. Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með eftirfarandi breytingu:

Á eftir 2. gr. komi ný grein, svohljóðandi:

Í stað „og 6. tölul.“ í 1. málsl. 4. mgr. 71. gr. laganna kemur: 6. og 7. tölul.

Undir nefndarálitið rita hv. þm. Pétur H. Blöndal, Jónína Bjartmarz, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Guðjón Ólafur Jónsson, Birgir Ármannsson, Jóhanna Sigurðardóttir, Ásta Möller, Ögmundur Jónasson og Lúðvík Bergvinsson.