132. löggjafarþing — 119. fundur,  1. júní 2006.

umhverfismat áætlana.

342. mál
[15:06]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Ég sat sem áheyrnarfulltrúi þegar málið var til umræðu og ég verð að segja eins og er að ég hef mjög miklar efasemdir um að málið skili einu eða neinu, heldur að hér verði enn ein pappírsmyllan sem muni ekki skila umhverfinu mjög miklu. Ég mun leggja til í þingflokki mínum að við sitjum hjá við afgreiðslu málsins vegna þess að ekki er að sjá að hér sé um nokkurn praktískan ávinning að ræða heldur enn eina pappírsmylluna í þessum ágætu umhverfismálum og mjög erfitt að sjá að þetta mál skili einu eða neinu, frú forseti.