132. löggjafarþing — 119. fundur,  1. júní 2006.

þjóðskrá og almannaskráning.

566. mál
[16:33]
Hlusta

Frsm. allshn. (Bjarni Benediktsson) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti um frumvarp til laga um breytingu á lögum um þjóðskrá og almannaskráningu.

Með frumvarpinu er lagt til að þjóðskrá og almannaskráning verði flutt frá Hagstofu Íslands til dómsmálaráðuneytisins, en þetta er aðgerð sem er liður í endurskipulagningu Hagstofunnar. Ætlunin er að styrkja hagskýrslugerðina með því að flytja frá henni verkefni sem ekki tengjast henni beinlínis. Þjóðskráin verður skrifstofa í dómsmálaráðuneytinu en fjárreiður hennar greindar frá fjárreiðum ráðuneytisins.

Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með breytingum sem fram koma á þskj. 1224.

Nefndin er samhljóða um afgreiðslu málsins og Atli Gíslason, sem sat fundinn sem áheyrnarfulltrúi, er samþykkur álitinu.