132. löggjafarþing — 120. fundur,  2. júní 2006.

tóbaksvarnir.

388. mál
[16:13]
Hlusta

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég hef ekki miklu að bæta við það sem ég hef áður sagt um þetta efni. Ég held að hv. þm. Ásta R. Jóhannesdóttir hljóti að fallast á að staða þeirra starfsmanna, sem fara tiltölulega sjaldan í stuttan tíma inn í umhverfi þar sem hefur verið reykt, hlýtur að vera með allt öðrum hætti en staða þeirra starfsmanna sem standa í reyk klukkustundum saman. Ég held að hv. þingmaður hljóti að fallast á það sjónarmið.