132. löggjafarþing — 120. fundur,  2. júní 2006.

tóbaksvarnir.

388. mál
[16:14]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég tel fulla ástæðu til að það starfsfólk sem sér um að þrífa skítinn eftir reykingamenn, þó að búið sé að ræsta út, fái að njóta vafans og búa við heilsusamlegt vinnuumhverfi. Það á ekki að bjóða neinum upp á að þurfa að ræsta eftir slíkt þegar mjög margir sem vinna við þetta og hafa rannsakað það telja heilsuspillandi og jafnvel mjög hættulegt heilsunni að þrífa upp eftir reykmettað loft, þann sóðaskap sem þar verður eftir.