132. löggjafarþing — 120. fundur,  2. júní 2006.

tóbaksvarnir.

388. mál
[19:44]
Hlusta

Ögmundur Jónasson (Vg) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þetta mál er þverpólitískt í eðli sínu. Það eru skiptar skoðanir um þetta mál innan allra stjórnmálaflokka og ég skal játa að ég hef haft miklar efasemdir um þetta þingmál. Í því felst óneitanlega mikil forræðishyggja og ég vil að þessi mál gerist, spretti af sjálfu sér.

Við umræðu og umfjöllun í heilbrigðisnefnd og öðrum nefndum þingsins hefur hins vegar komið fram mjög eindreginn vilji, bæði veitingahúsaeigenda og starfsfólks í þessum greinum, um að við samþykkjum þetta frumvarp óbreytt eins og það liggur fyrir. Mun ég verða við þeim óskum og styðja frumvarpið óbreytt.