132. löggjafarþing — 121. fundur,  2. júní 2006.

vegabréf.

615. mál
[20:49]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf) (andsvar):

Forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra svörin og treysti því að sá vilji sem hann talar um verði fyrir hendi til að leysa úr málum þessa fólks án þess að það valdi því kostnaði og amstri, því að það er mikilvægt að við hreinlega höldum hinum íslensku ríkisborgurum fjarri vettvangi af margvíslegum ástæðum og eigum að passa upp á að þrengja ekki kosti þeirra frekar en brýnar ástæður eru fyrir.