132. löggjafarþing — 121. fundur,  2. júní 2006.

réttarstaða samkynhneigðra.

340. mál
[20:52]
Hlusta

Frsm. allshn. (Bjarni Benediktsson) (S):

Virðulegi forseti. Ég mæli fyrir breytingartillögum við frumvarp til laga um breytingu á lagaákvæðum er varða réttarstöðu samkynhneigðra. Eftir að málið var komið úr nefnd og eftir afgreiðslu þess við 2. umr. kom í ljós að samhengisins vegna þótti heppilegt að færa orðalagið í þessum lögum aðeins til betri vegar til þess að sú meining sem nefndin vildi leggja í lögin kæmist betur til skila.

Þannig er til að mynda í breytingartillögunni í 2. lið setningunni „Sama gildir um einstaklinga af sama kyni í sambúð“ breytt í „Sama gildir um bótarétt einstaklinga af sama kyni í sambúð“.

Þær breytingartillögur sem ég mæli fyrir eru eingöngu til þess að tryggja að sú meining sem nefndin vildi koma til skila með fyrri breytingartillögum sínum verði skýrari.