132. löggjafarþing — 121. fundur,  2. júní 2006.

réttarstaða samkynhneigðra.

340. mál
[20:56]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Hér erum við að staðfesta jafnréttismál þar sem samkynhneigðu fólki er veittur jafn réttur á við aðra þegna þjóðfélagsins að flestu leyti, þó ekki öllu.

Þegar þetta mál kom til 1. umr. lýsti ég því yfir að ég væri hlynntur því að ganga þetta skref til fulls og mæla fyrir um að kirkjulegar athafnir varðandi vígslu stæðu samkynhneigðum til boða. Það skref hefur ekki verið stigið nú. Væntanlega verður það í framtíðinni, fyrr en seinna. Ég lýsi ánægju minni með það skref sem nú er stigið en hefði viljað sjá málið klárað.