132. löggjafarþing — 121. fundur,  2. júní 2006.

lax- og silungsveiði.

607. mál
[23:40]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka svörin. Mér sýnist að þessi niðurlagsgrein, 40. gr., sé eftir sem áður þannig orðuð að slíkum ákvörðunum verði ekki komið á nema með samþykki veiðifélagsins. Hver jörð hefur eitt atkvæði nema því aðeins að um sérstök fjárútlát sé að ræða sem nemi 25% af tekjum félags, þ.e. að verið sé að fara í einhverjar framkvæmdir, hverjar svo sem þær eru, á veiðisvæðinu eða við ána sem nemi þessu prósentuhlutfalli af tekjum. Þá eiga menn rétt á að fá þessu breytt. Ég get ekki lesið út úr þessu ákvæði að þessu sé hægt að ná fram með auðveldum hætti ef t.d. tveir til þrír aðilar af tíu vilja láta sína félagsmenn hafa forgang að sínu svæði fá þeir því ekki ráðið vegna þess að atkvæðavægið er jú bara 30 á móti 70.