132. löggjafarþing — 122. fundur,  3. júní 2006.

hlutafélög.

404. mál
[09:42]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Hér er lagt til að auk fulltrúa fjölmiðla sé kjörnum fulltrúum eigenda, þingmönnum ef ríkið er eigandi, og viðkomandi sveitarstjórnarmönnum ef sveitarfélag er eigandi, heimilt að sækja aðalfundi með rétt til að bera fram skriflegar fyrirspurnir, sem þá væntanlega verður svarað.

Þetta er til að nálgast upplýsingalög þar sem menn geta líka borið fram skriflegar fyrirspurnir hér á Alþingi og fengið svör, eða annars staðar. Þetta er til að mæta þeim vanda sem t.d. hefur blasað við í Reykjavík þar sem R-listinn hefur einkavætt íbúðaleiguhúsnæði sitt með Félagsíbúðum hf.

Þetta kemur líka upp á þann vanda þar sem Reykjavíkurlistinn, R-listinn, duldi upplýsingar um Línu.Net hf. þannig að enginn fékk upplýsingar um það. Sem er hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar og enginn vissi neitt um. Nú geta kjörnir fulltrúar fengið upplýsingar um þessi fyrirtæki.