132. löggjafarþing — 123. fundur,  3. júní 2006.

almennar stjórnmálaumræður.

[13:30]
Hlusta

Forseti (Rannveig Guðmundsdóttir):

Umræðurnar fara þannig fram að hver þingflokkur hefur 15 mínútur til umráða sem skiptast í tvær umferðir. Röð flokkanna í báðum umferðum er þessi:

Samfylkingin, Sjálfstæðisflokkur, Vinstri hreyfingin – grænt framboð, Framsóknarflokkur og Frjálslyndi flokkurinn.

Ræðumenn Samfylkingarinnar verða í fyrri umferð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, 9. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, og Mörður Árnason, 7. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður, í seinni umferð.

Ræðumenn fyrir Sjálfstæðisflokk verða í fyrri umferð Þorgerður K. Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og í seinni umferð Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Ræðumenn fyrir Vinstri hreyfinguna – grænt framboð verða Steingrímur J. Sigfússon, 5. þm. Norðausturkjördæmis, í fyrri umferð en í þeirri seinni Ögmundur Jónasson, 9. þm. Reykjavíkurkjördæmis suður.

Fyrir Framsóknarflokk tala í fyrri umferð Valgerður Sverrisdóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, og Birkir J. Jónsson, 9. þm. Norðausturkjördæmis, en Guðjón Ólafur Jónsson, 11. þm. Reykjavíkurkjördæmis norður, í seinni umferð.

Fyrir Frjálslynda flokkinn tala í fyrri umferð Magnús Þór Hafsteinsson, 9. þm. Suðurkjördæmis, og Sigurjón Þórðarson, 10. þm. Norðvesturkjördæmis, en í seinni umferð Guðjón A. Kristjánsson, 5. þm. Norðvesturkjördæmis.