132. löggjafarþing — 124. fundur,  3. júní 2006.

kjararáð.

710. mál
[15:15]
Hlusta

Frsm. efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Frú forseti. Ég mæli hér fyrir breytingartillögu sem ég flyt við frumvarp til laga um kjararáð. Þetta eru nokkrar breytingar sem ekki eru efnisbreytingar, utan ein. Í 1. gr. segir að í stað þess að Alþingi „skipi“ kjararáðsmenn komi: kjósi þá. Í staðinn fyrir að segja „t.d. þriðja eða fjórða hvert ár“, þá standi: allt að fjórða hvert ár.

Síðan er efnisbreyting um að gildistakan verði 1. júlí 2006 í staðinn fyrir nú þegar, til að tími vinnist til að ganga frá málum. Svo er breyting sem ekki er efnisleg sem hljóðar svo: Þrátt fyrir ákvæði 12. gr. skal skipun kjararáðsmanna skv. 2. málsl. 2. mgr. 2. gr. lokið áður en lögin öðlast gildi að öðru leyti.