133. löggjafarþing — 7. fundur,  5. okt. 2006.

fjárlög 2007.

1. mál
[14:11]
Hlusta

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Við skulum ekki munnhöggvast mikið um þetta hér í ræðustól. Það er hægt að leiða þetta fram í rökræðu annars staðar, hv. þm. Einar Oddur Kristjánsson. Ég held að við þingmenn sem sátum fundinn um frestun framkvæmda á Vestfjörðum snemmsumars getum örugglega borið um það hvar þar fór fram og hvaða upplýsingar þar voru gefnar.

Ég hef ekki heyrt það fyrr, hæstv. forseti, að það hafi staðið sérstaklega upp á vegagerðarmenn að klára sín verk til útboðs. Það er nýr vitnisburður fyrir mér.