133. löggjafarþing — 8. fundur,  9. okt. 2006.

4. fsp.

[15:38]
Hlusta

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Frú forseti. Auðvitað er verið að gera ýmislegt en engu var svarað um heildarstefnumótun sem er búið að lofa þjóðinni og var gert fyrir ári síðan. Ég kalla eftir, hvar er sú heildarstefnumótun?

Það er sama hvert við lítum, það er alls staðar bið eftir þjónustu. Ég ætla að nefna hérna Fjölmenntarverkefnið hjá Geðhjálp. Það er endurhæfing, daglegt líf hjá hundrað geðfötluðum er í uppnámi. Þetta er fólk sem þarf öryggi. Fyrirrennarar og ráðherrar Framsóknarflokksins, sem eru nú fallnir fyrir borð úr ríkisstjórninni, hafa lofað að tryggja þetta verkefni, þrír þeirra. Það átti að tryggja það út árið 2005 og að gerður yrði þjónustusamningur. Þarna er allt í uppnámi, búið að segja upp samningum við kennarana og geðfatlaðir líða.

Ég spyr hæstv. ráðherra heilbrigðismála: Mun hún beita sér í þessu máli til að tryggja það að a.m.k. þessi geðfötluðu (Forseti hringir.) fái þjónustu sem þeir eiga rétt á?