133. löggjafarþing — 8. fundur,  9. okt. 2006.

möguleg leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda.

[15:52]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Nú hefst áður boðuð utandagskrárumræða um mögulega leyniþjónustustarfsemi á vegum stjórnvalda. Málshefjandi er hv. þm. Steingrímur J. Sigfússon. Hæstv. dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 2. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í eina og hálfa klukkustund. Áður en umræðan hefst vill forseti geta þess að samkomulag er milli þingflokka um ræðutíma í umræðunni og er hann þessi: Málshefjandi og ráðherra hafa 15 mínútur hvor í fyrri umferð og talsmenn annarra þingflokka átta mínútur. Í síðari umferð hafa þingmenn frá hverjum flokki sex mínútur sem þeir geta skipt með sér. Að lokum fá málshefjandi og ráðherra fjórar mínútur hvor.