133. löggjafarþing — 8. fundur,  9. okt. 2006.

stækkun friðlandsins í Þjórsárverum.

4. mál
[18:01]
Hlusta

Flm. (Kolbrún Halldórsdóttir) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þetta var varfærnislegt svar hjá hæstv. ráðherra. Ég tek það engu að síður gott og gilt. Mér þykir fengur í að hafa fengið þá yfirlýsingu sem komin er frá hæstv. ráðherra. En mér þætti líka eðlilegt að hún beitti sér fyrir því að farið yrði í þennan undirbúning í beinu framhaldi og við settum Þjórsárver inn á listann sem við erum nú þegar aðilar að með ákveðin svæði, nefni ég þar Skaftafell og fleiri svæði sem komin eru inn á hinn svokallaða „tentatífa“ lista heimsminjaskrárinnar. Þar mundu Þjórsárverin sóma sér afar vel. Ég hvet hæstv. umhverfisráðherra til að beita sér fyrir því að þangað komist þau hið fyrsta.