133. löggjafarþing — 9. fundur,  10. okt. 2006.

fjáraukalög 2006.

47. mál
[14:23]
Hlusta

fjármálaráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Á fyrri spurningu hv. þingmanns er sú skýring, sem ég hef reyndar farið með fyrir hann og fleiri af hv. flokksbræðrum hans nokkrum sinnum í þinginu, að skattkerfið hjá okkur er stighækkandi og þegar efnahagsumsvifin aukast hækkar skattprósentan líka sem hlutfall af landsframleiðslu. Það gerist bæði vegna tekjuskattsáhrifanna og vegna þess hvernig veltuáhrifin verða í gegnum veltuskattana. Þetta hefur margsinnis verið farið ofan í.

Ég get ekki í fljótu bragði svarað síðari spurningunni en við munum reyna að koma skýringum af þeim á framfæri við nefndina, í umfjöllun nefndarinnar um málið, hvað er að gerast þar, hvort um einhverjar misvísanir er að ræða eða prentvillu. Ég skal ekki segja á þessari stundu hvaða skýringar munu berast til nefndarinnar.