133. löggjafarþing — 11. fundur,  12. okt. 2006.

gatnagerðargjald.

219. mál
[14:10]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson) (F):

Virðulegur forseti. Aðeins út af því sem kom fram hjá hv. þm. Magnúsi Þór Hafsteinssyni. Í öðrum lögum er fjallað um þau atriði sem hann nefndi hér og vísa ég þar m.a. til skipulags- og byggingarlaga og einnig er fjallað um þetta í byggingarreglugerðum. Í þessu frumvarpi er eingöngu verið að fjalla um skattheimtuna og innheimtuna sjálfa og í sjálfu sér er þar engin breyting frá gildandi lögum er varðar það sem hv. þingmaður nefndi. En ég geri ráð fyrir að í félagsmálanefndinni muni nefndarmenn hugsanlega fjalla um þau mál sem hann nefndi hér.