133. löggjafarþing — 11. fundur,  12. okt. 2006.

ný framtíðarskipan lífeyrismála.

3. mál
[16:11]
Hlusta

Sæunn Stefánsdóttir (F) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég verð líka að minna á það hér að einmitt vegna þess að við höfum aukið svo vöxtinn og vegna þess að staða ríkisfjármála er með þeim hætti sem hún er, þess vegna getum við rætt hér tillögur og borið fyrir þingið frumvarp til fjárlaga sem gerir ráð fyrir mikilli aukningu til þessara mála. Það er einmitt vegna sterkrar stöðu efnahagsmála, og stjórnar, sem menn hafa getað aukið útgjöldin. En þetta er auðvitað sífellt viðfangsefni og ég mun eins og aðrir beita mér fyrir því að gera betur í þessum málaflokki. Ég minni þó á þau verk sem við höfum staðið fyrir vegna þess að eins og ég las hérna yfir áðan, ef við horfum á útgjöld til velferðarmála, ef við tökum velferðarmál eða félagsmál og tryggingamálin saman frá 1998 hefur aukningin verið 45%.