133. löggjafarþing — 12. fundur,  16. okt. 2006.

tilkynning um dagskrá.

[15:02]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill láta þess getið að að loknum atkvæðagreiðslum um fjögur fyrstu dagskrármálin fer fram umræða utan dagskrár um skerðingu lífeyrissjóða á lífeyrisgreiðslum til öryrkja. Málshefjandi er hv. þm. Helgi Hjörvar. Hæstv. fjármálaráðherra Árni M. Mathiesen verður til andsvara. Umræðan fer fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og stendur í hálfa klukkustund.