133. löggjafarþing — 12. fundur,  16. okt. 2006.

álit Samkeppniseftirlitsins um búvörulögin.

[15:27]
Hlusta

landbúnaðarráðherra (Guðni Ágústsson) (F):

Hæstv. forseti. Þetta er óvenjuleg fundarstjórn, þegar slík umræða fer fram, að sá sem spjótunum er beint að fái ekki í lokin að segja nokkur falleg orð.

Ég vil bara nota tækifærið og þakka þessa ágætu umræðu sem var málefnaleg og prýðileg og mjólkuriðnaðinum mikilvæg. Ég þakka þann góða stuðning sem mér finnst sú stefna sem mörkuð var hér 2004 — að mjólkuriðnaðurinn verði áfram undir búvörulögum, að vísu tímabundið — eiga hjá þorra þingmanna. Ég þakka fyrir þetta, hæstv. forseti.