133. löggjafarþing — 12. fundur,  16. okt. 2006.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[16:33]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseti vill láta þess getið að hann sér ekki í hverju misskilningurinn felst. Hann gerði það að tillögu sinni að mál nr. 5 og 6 á dagskrá yrðu rædd sameiginlega ef ekki væru gerðar athugasemdir við málið. Hv. þm. Mörður Árnason gerði athugasemdir við málið og forseti féllst á þá athugasemd. (MÁ: Að sjálfsögðu.) Þar með eru 5. og 6. mál ekki rædd sameiginlega. Þess vegna fær forseti ekki alveg séð í hverju misskilningur hans á að felast.