133. löggjafarþing — 12. fundur,  16. okt. 2006.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[17:18]
Hlusta

Björgvin G. Sigurðsson (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það eru vissulega vonbrigði að fylgjast með því að af þeim fjölmörgu efnislegu athugasemdum sem voru gerðar við inntak þessa máls í fyrra er lítið komið til móts við þær. Málið kemur núna í þriðja sinn. Í þriðja sinn á að reyna að berja málið í gegnum þingið lítið breytt nema að núna er þriðja útgáfan komin að rekstrarforminu.

Það sem ég vildi spyrja hæstv. menntamálaráðherra um á þessari stuttu andsvarsmínútu er: Af hverju er sú leið ekki farin að takmarka hlutdeild Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði? Eins og margoft hefur komið fram er það sanngirnismál gagnvart öðrum fjölmiðlum á okkar litla markaði. Af hverju er sú leið ekki farin að í þrepum eða skrefum sé náð einhverjum áfanga um einhvers konar takmörkun á umfangi Ríkisútvarpsins á auglýsingamarkaði um leið og hlutverk þess sem almannamiðils er endurskilgreint upp á nýtt og stofnuninni þannig markaður slíkur bás?