133. löggjafarþing — 13. fundur,  17. okt. 2006.

Ríkisútvarpið ohf.

56. mál
[16:24]
Hlusta

Árni Steinar Jóhannsson (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það hefur margoft komið fram í umræðum um málið að sporin hræða, sérstaklega varðandi opinber fyrirtæki í samfélagsrekstri. Þess vegna hafa menn þessi orð uppi. Ég skil ekki fyrir mitt leyti miðað við hve litlar breytingar eru í raun í frumvarpinu, af hverju hv. þm. Hjálmar Árnason og Framsóknarflokkurinn fara í þessa vegferð með þessu nýja frumvarpi þegar breytingarnar eru í raun svona litlar, með þeirri stóru undantekningu þó sem ég mun fjalla um í ræðu minni á eftir. Hvers vegna er verið að fara yfir í þetta form ef menn eru allir sammála, og þá sérstaklega Framsóknarflokkurinn, um að Ríkisútvarpið eigi að vera í opinberum rekstri? Af hverju þessar breytingar? Af hverju gat þetta fyrirtæki ekki verið á sínum nótum eins og það var, með þó þeirri uppstokkun sem allir hér sem um þetta mál hafa fjallað eru sammála um að þurfi að fara í? Af hverju að fara í hlutafélagsformið? Við spyrjum eina ferðina enn.