133. löggjafarþing — 14. fundur,  18. okt. 2006.

störf hjá Ratsjárstofnun.

181. mál
[13:45]
Hlusta

Helgi Hjörvar (Sf):

Virðulegur forseti. Sem þingmaður Reykjavíkur og áður forseti borgarstjórnar hef ég iðulega gagnrýnt það þegar stofnanir hafa verið teknar upp og fluttar út á land eða hugmyndir hafa verið uppi um að flytja opinber störf héðan af suðvesturhorninu út á landsbyggðina og það fólk sem þar vinnur.

Hins vegar er hér allt annar hlutur á ferðinni. Það er á vegum ríkisstjórnarinnar, og undir forustu eins af helstu trúnaðarmönnum Framsóknarflokksins á síðasta áratug, verið að leggja niður opinber störf í byggðum sem helst eiga undir högg að sækja en halda óbreyttri starfsemi að mestu á suðvesturhorninu.

Mér þykir að hæstv. ráðherra, sem áður var ráðherra byggðamála, skuldi þinginu miklu betri skýringar en hún hefur veitt hér á þessari pólitísku ákvörðun, að láta þessa staði á landinu helst taka á sig skellinn. (Forseti hringir.) .