133. löggjafarþing — 14. fundur,  18. okt. 2006.

fötluð grunnskólabörn.

103. mál
[14:11]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf):

Frú forseti. Allir eiga að vera jafnir. Lengd viðvera eða svokallaðar frístundamiðstöðvar fyrir grunnskólabörn sem ekki geta séð um sig sjálf að loknum skóladegi hefur öðlast fastan sess í þjóðfélagi okkar. Hugmyndin að þessu fyrirkomulagi tengist upphaflega jafnréttissjónarmiðum, að gera báðum foreldrum kleift að vinna utan heimilis. Þessi þjónusta á að ná til allra, jafnt fatlaðra sem ófatlaðra. Ríki og sveitarfélög verða að koma sér saman um hverjir eiga að greiða kostnaðinn því áralöng deila bitnar á þeim sem síst skyldi.