133. löggjafarþing — 16. fundur,  19. okt. 2006.

tilkynning um dagskrá.

[10:33]
Hlusta

Forseti (Rannveig Guðmundsdóttir):

Forseti vill láta þess getið að tvær utandagskrárumræður verða í dag. Hin fyrri hefst nú strax á eftir og er um geðheilbrigðisþjónustu við börn og unglinga. Málshefjandi er hv. þm. Þuríður Backman. Hæstv. heilbrigðisráðherra Siv Friðleifsdóttir verður til andsvara.

Hin síðari hefst um kl. 11 árdegis og er um aðgerðir gegn ofsaakstri í umferðinni. Málshefjandi er hv. þm. Hjálmar Árnason. Hæstv. samgönguráðherra, Sturla Böðvarsson, verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.

Forseti vill geta þess að atkvæðagreiðslur til að vísa dagskrármálunum til nefndar verða að loknum umræðum síðar í dag.