133. löggjafarþing — 18. fundur,  1. nóv. 2006.

fæðingarorlofsgreiðslur og umönnunarbætur.

104. mál
[14:02]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Magnús Stefánsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég hef ekki miklu við það að bæta sem ég hef áður sagt, ég vil bara fá að þakka fyrir góð orð í minn garð og vonast til þess að við munum eiga gott samstarf um að afgreiða frumvarpið þegar það kemur hér fram.

Vegna spurningar hv. þm. Jóhönnu Sigurðardóttur um hvenær það verði get ég því miður ekki sagt fyrir um það núna en hugur minn stendur til að það verði sem allra fyrst þannig að við getum lokið málinu eins fljótt og verða má.