133. löggjafarþing — 18. fundur,  1. nóv. 2006.

flutningur verkefna frá ríki til sveitarfélaga.

151. mál
[14:46]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf):

Frú forseti. Ég þakka fyrir þessa umræðu. Hæstv. ráðherra talaði um áherslu á málefni fatlaðra og ég velti fyrir mér hvort ég hafi skilið ráðherra rétt að ekki sé búið að loka algerlega á þá umræðu að flytja málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga. Ég mundi gjarnan vilja fá það alveg skýrt fram að ef svo er ekki, hvernig er þá nákvæmlega staðan í því að flytja málefni fatlaðra frá ríki til sveitarfélaga og sér ráðherra fyrir sér að það gerist á næstu missirum?