133. löggjafarþing — 18. fundur,  1. nóv. 2006.

raforkuverð til garðyrkjubænda.

150. mál
[15:34]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Herra forseti. Breytingar sem urðu á skipan raforkumála vegna nýrra raforkulaga hafa einungis leitt til hækkana hjá iðnaðinum, hjá þeim sem nota mikla raforku. Þetta er orðið þannig mál að það þarf að fara í gegnum það. Nú liggur fyrir þingsályktunartillaga um það að rækilega verði farið í gegnum þetta og það er spurning hver afstaða hæstv. ráðherra er þannig að við þurfum ekki að deila hér um hvert og eitt fyrirtæki, bakarí, fiskeldisfyrirtæki sem fá sérsamning, gróðurhúsin og hvaðeina.

Það væri mjög áhugavert að fá afstöðu hæstv. ráðherra til þessa máls, sérstaklega í ljósi þess að þessi skipan átti að leiða til þess að allir sætu við sama borð. Núna er ríkisvaldið að lyfta undir þennan atvinnuveginn, það var fiskeldið í sumar og hvað verður það á morgun?