133. löggjafarþing — 18. fundur,  1. nóv. 2006.

raforkuverð til garðyrkjubænda.

150. mál
[15:35]
Hlusta

Jón Gunnarsson (Sf):

Herra forseti. Hæstv. iðnaðarráðherra las hér upp úr svarinu sem embættismennirnir höfðu útbúið að óheimilt væri að taka mismunandi verð fyrir flutning á raforku. Mig langar að spyrja hæstv. ráðherra hvort þá sé ekki hægt að álykta að hann haldi því fram að það sé sama verð fyrir flutning á kílóvattstund til stóriðju og til almenns iðnaðar. Ætli það geti ekki verið að heildarverðið til stóriðjunnar með flutningi og öllu saman sé lægra en bara flutningurinn á rafmagninu til atvinnufyrirtækja og heimila á Íslandi? Ég hefði haldið ef maður skoðaði það mál að það væri þannig.

Að öðru leyti var fátt í svari hæstv. ráðherra sem vakti athygli mína og ég verð bara að viðurkenna alveg eins og er að upplesturinn á þessu var með þeim hætti að ég skildi fátt af því sem fram kom.