133. löggjafarþing — 18. fundur,  1. nóv. 2006.

raforkuverð til garðyrkjubænda.

150. mál
[15:39]
Hlusta

iðnaðarráðherra (Jón Sigurðsson) (F):

Hæstv. forseti. Ég vísa til þess sem ég sagði áðan um samninga sem gerðir voru að frumkvæði landbúnaðarráðuneytisins og eru í framkvæmd. Þar er talsverðum fjármunum varið í þann málaflokk sem hér er verið að tala um. Í iðnaðarráðuneytinu er talsvert verið að athuga ýmis erindi sem borist hafa vegna raforkukostnaðar í dreifbýli, sem hér var einnig nefnt, og ég get í þriðja lagi nefnt að mér er kunnugt frá Orkustofnun um að þar er í undirbúningi verkefni um orkusparnað í lýsingu í gróðurhúsum.